Ótrúlega margir virðist velkjast í vafa hvað það þýði nákvæmlega þegar ferðaskrifstofur auglýsa gistingu með hálfu fæði.

Hálft fæði er oft auglýst á gististöðum en ekki er alltaf um nákvæmlega sama hlut að ræða. Skjáskot
Hálft fæði er oft auglýst á gististöðum en ekki er alltaf um nákvæmlega sama hlut að ræða. Skjáskot

Svarið við þessu er æði einfalt en sökum þess að ekki allir spila eftir sömu bókinni hefur töluverður ruglingur komist á gegnum tíðina.

Í grunninn þýðir hálft fæði að innifalinn er morgunverður og ein önnur máltíð yfir daginn en þannig tilboð buðust fyrst fyrir mörgum árum í Frakklandi þegar smærri gistihús reyndu að lokka til sín gesti með demi-pension sem útleggst media pension á spænsku og half board á ensku svo dæmi séu tekin.

Á hótelum nútímans þýðir hálft fæði hins vegar undantekningarlítið að innifalið er morgunverður og kvöldmatur. Stöku hótel rugla þó allt kerfið og bjóða morgunverð og hádegismat og þau sem hugsa hvað best um sína gesti leyfa þeim yfirleitt að ráða hvor máltíðin verður fyrir valinu.