Ein frægasta hátíð heims ár eftir ár er hin eiturskemmtilega kjötkveðjuhátíð sem oftast er kennd við Ríó í Brasilíu. Sem er til marks um stórkostlega markaðssetningu á þeirri hátíð því hvarvetna í Brasilíu og miklu víðar í álfunni fara fram kjötkveðjuhátíðir á sama tíma þó ekki sé íburðurinn og djammið kannski alveg á pari.

Stuð og stemmning í Ríó á lítið skylt við upprunarlegar hugmyndir um kjötkveðjuhátíðina
Stuð og stemmning í Ríó á lítið skylt við upprunarlegar hugmyndir um kjötkveðjuhátíðina

En það er kannski ekki allir sem hafa haft fyrir því að kynna sér hvað kjötkveðjuhátíðin stendur fyrir eða hvers vegna hún er tilkomin. Þó reyndar nafnið gefi ýmsar vísbendingar.

Kjötkveðjuhátíð er arfleifð prédikana kaþólsku kirkjunnar fyrr á tímum en þá krafðist voldug kirkjan þess að trúaðir sýndu trú sína á Jesú Krist í verki með því að fasta í 40 daga fyrir páska hvert ár. Þann tíma mátti enginn er á Krist trúði neyta kjöts og á sumum stöðum bannfæring við.

Hátíðin var því haldin bókstaflega til að kveðja kjötát um 40 daga skeið og er þessi siður reyndar enn tekinn alvarlega víða innan Rétttrúnaðarkirkjunnar.

Slíkar hátíðir fara fram mun víðar en í Brasilíu þó enginn einasti vafi leiki á að það er kjötkveðjuhátíð Ríó sem er sú langfrægasta í veröldinni. Hvað hana varðar er varla nokkur maður þar að spá annað en bregða sér beint í feita steik eða borgara á milli þess sem fólk skemmtir sér út í eitt. Hefur sú ákveðna kjötkveðjuhátíð alfarið snúist upp í andhverfu sína en er líka ómissandi fyrir vikið.