Góðu fréttirnar eru að við erum öll ólík. Slæmu fréttirnar að við erum öll ólík. En ótrúlega margir eru sammála um hvað fer allra mest í taugarnar um borð í flugvél samkvæmt nýrri könnun.

Það fer í taugar allmargra þegar fólk tekur með sér tonn af handfarangri með tilheyrandi óþægindum.
Það fer í taugar allmargra þegar fólk tekur með sér tonn af handfarangri með tilheyrandi óþægindum.

Það kemur kannski einhverjum á óvart en það sem fer mest fyrir brjóst farþega í Bandaríkjunum allavega eru tillitslausir foreldrar. Það er að segja fólk með börn sem bera enga virðingu fyrir öðrum farþegum og leyfa börnum sínum nánast allt um borð.

Það er í það minnsta niðurstaða í ítarlegri könnun sem gerð var fyrir ferðavefmiðilinn Expedia. Og ætti hreint út sagt ekki að koma á óvart. Það er jú ástæða fyrir að stöku flugfélög hafa tekið upp „barnlaus“ áætlunarflug og sú hugmynd reglulega rædd meðal stærri flugfélaga líka.

Alls 41 prósent svarenda í könnun Expedia þar sem fjöldi svarenda skipti tugþúsundum sögðu tillitslausa forelda hið allra versta í flugi en lággjaldaflugfélög ættu kannski að hafa í huga það sem næst kom þar á eftir. Við getum kallað þá sætissparkara en það er fólkið sem alltaf er að rekast harkalega, viljandi eða ekki, á næsta sæti við. Það fer eðlilega lítið fyrir ljúflegheitum yfir bíómynd eða draumafullum svefni um borð ef sá eða sú sem er í næsta sæti á eftir er alltaf að rekast í sætið.

Listinn í heild sinni annars svona:

>> Tillitslausir foreldrar 42%

>>  Sætissparkarar 39%

>>  Lyktandi sætisfélaginn 28%

>>   Drykkjumaðurinn 26%

>>  Blaðrarinn 23%

>>  Hróparinn 19%

>>  Sætishallarinn 13%

>>  Fólk með allt of mikinn handfarangur 13%

>>  Baksætisgríparinn 12%

>>  Raðsvindlarinn 11%