Dyggir lesendur Fararheill vita að við framkvæmum reglulega samanburð á vinsælum flugleitarvélum því þar er það sama upp á teningnum og annars staðar að ekki er allir að bjóða jafn vel (eða illa.)

Þvert á það sem margir halda getur verið æði mikill munur á verði milli flugleitarvéla.
Þvert á það sem margir halda getur verið æði mikill munur á verði milli flugleitarvéla.

Hérlendis fer langmest fyrir leitarvél Dohop enda innlent fyrirtæki og það eina sem hér auglýsir reglulega. Síðustu árin hefur Dohop einnig verið mjög framarlega á meri í öllum samanburði og á stundum fremst jafningja.

Við tókum nokkrar stikkprufur á þremur evrópskum flugleitarvélum; Dohop, Skyscanner og Momondo en allir þrír þykja meðal þeirra allra bestu í álfunni.

Niðurstaðan er eftirfarandi:

 • Önnur leið frá Keflavík til Osló þann 15. júlí 2014
    • Danski flugvefurinn Momondo finnur lægsta verð

dohoposlo

 

momooslo

 

skyosl

 • Fram og aftur milli Keflavíkur og London 20. ágúst til 25. ágúst
    • Dohop og Momondo á sama plani

doholon

skylon

 

momolon

 • Báðar leiðir Keflavík til Berlínar 14. september til 22. september
    • Engin bein flug í boði en Dohop finnur áberandi lægsta verð. Takið hins vegar eftir að Momondo finnur mun fljótlegri leiðir og munar þar um tíu klukkustundum alls.

dohober

skyber

 

momberl

Óhætt er að hafa í huga að þetta eru aðeins nettar stikkprufur og segja ekki alla söguna. Dohop til að mynda finnur ódýrustu fargjöld kringum umrædda daga og lætur vita ef hægt er að spara fjármuni á að flýta eða seinka ferð. Momondo á hinn bóginn býður bæði að finna lægsta verð, besta verð og fljótlegasta ferðamátann sem getur nýst sumum líka. Skyscanner hins vegar, sem er meðal þeirra allra vinsælustu í Evrópu, stendur sig verst og skilar til dæmis alls engum niðurstöðum í þriðja tilvikinu. Og þetta eru aðeins þrír leitarvefir af fleiri hundruðum þarna úti. Hér gildir hið fornkveðna að gera samanburð alltaf alls staðar.

* Leitað á öllum vefum samtímis milli 13:20 og 13:30 þann 1. júní 2014. Verð breytast ört hjá öllum aðilum og skal hafa það í huga.