Skip to main content

Hér skal fullyrt fullum hálsi en ENGUM ÍSLENDINGI líður vel í 40 stiga hita og undir linnilausri stingangi sólinni. Það er þó það sem velflestir í ellefu Evrópulöndum þurfa að láta sig hafa þessa dagana.

40 gráður? Nei, takk. Skjáskot Nasa.gov

Hitabylgja dauðans hangir nú yfir stórum hluta Evrópu við Miðjarðarhafið og gott betur inn í land. Evrópskar veðurstofur vara fólk við ferðalögum og beina margar þeim tilmælum til íbúa og ferðafólks að VERA ALLS EKKI UTANDYRA SÍÐDEGIS.

Spennandi eða hitt þó heldur. Það er auðvitað ekki neitt sem er skemmtilegt að gera í 40 stiga hita þar sem minnsta hreyfing veldur andnauð fyrir fölbleiknefja frá Íslandinu. Jú, víst er hægt að busla í köldum laugum og halda sér kældum en það þýðir að sólarvörnin lekur af og hvíta húðin steikist á fimm mínútum eða svo um leið og komið er upp úr.

Enn verra að allir sem keypt hafa sólarlandaferð í lok júlí, byrjun ágúst eru að borga hæsta mögulega verð fyrir hitabylgjupakkann og allt að því 40 prósent meira en þau ykkar sem ferðast utan þessa annatíma á evrópskum sólarslóðum.

Ágætt að muna það næst þegar sólarferð er bókuð að sól og dúllerí verður sífellt oftar að hreinni martröð þegar hitinn verður óbærilegur. Frekar að ferðast í maí, byrjun júní eða september, október og fá sól og dúllerí án þess að stikna og á lægra verði líka.