Ritstjórn Fararheill er sama marki brennd og líklegast margir aðrir að finnast ýmis smáatriði í tryggingaskilmálum íslenskra tryggingafélaga bæði óljós og loðin. Ekki síst á það við um ferðatryggingar.

Það selst ekki mikið af hefðbundnum ferðatryggingum enda börn síns tíma og dekka afar fátt sem komið getur upp á.
Það selst ekki mikið af hefðbundnum ferðatryggingum enda börn síns tíma og dekka afar fátt sem komið getur upp á.

Bar ritstjórn því nokkrar spurningar tengdum ferðalögum á mannamáli undir starfsfólk Vátryggingafélags Íslands, VÍS, og óskaði svara. Þau eru hér að neðan en hafa skal í huga að ekkert tillit var tekið til þess að tryggingar kortafyrirtækja og tryggingar ferðaþjónustuaðila dekka mögulega einhvern kostnað við eftirfarandi aðstæður.

Yfirlit á vefum annarra íslenskra tryggingafélaga leiddi í ljós að eftirfarandi svör eiga í raun við um þau öll.

A) Einstaklingur pantar ferð fyrir fjölskylduna á eigin vegum til Tyrklands gegnum London en missir af tengifluginu frá London vegna seinkunar. Er hægt að tryggja sig gegn slíku?

SVAR: Við bjóðum ekki upp á slíka tryggingu.

B) Einstaklingur fer í þriggja vikna sólarferð til Spánar en liggur fárveikur í tvær af þessum þremur vikum og ferðin því sem næst ónýt fyrir vikið. Er hægt að tryggja sig gegn slíku?

SVAR: F plús fjölskyldutryggingarnar taka á þessu grein 3.5.1 og 3.5.2. Þar segir, að ef að ferðin er rofin samkvæmt fyrirmælum læknis áður en hún er hálfnuð eða þú hefur legið á sjúkrahúsi a.m.k. hálfan ferðatímann greiðir félagið andvirði ferðar sjúklings. Þessi skilyrði verða að vera til staðar. Hámark bóta er 10% af hámarkssjúkrakostnaði F plús tryggingarinnar sem þú ert með.

C) Viku áður en fjölskyldan fer til Kína í mánaðarreisu fer ferðaskrifstofan á hausinn. Nú eru ferðaskrifstofur tryggðar fyrir slíku upp að marki en bætir þó ekki ferðina að fullu né annan kostnað eða vandræði sem af hljótast. Er hægt að tryggja sig gegn slíku að fullu?

SVAR: Við bjóðum ekki upp á slíka tryggingu.

D) Einstaklingur gleymir að læsa villunni sem leigð er í Orlando og þjófar ræna öllu steini léttara. Er til trygging sem bætir slíkt tjón jafnvel þó mistökin séu manni sjálfum að kenna?

SVAR: Nei við tryggjum ekki slíkt erlendis ekkert frekar en hérlendis.

E) Nú gerir einstaklingur mistök við bókun á ferð erlendis á erlendum ferðavef og kaupir ferð á vitlausum dagsetningum. Það kemur ekki í ljós fyrr en of seint og hætta verður við ferðina eða kaupa nýja ferð mun dýrari. Er hægt að tryggja sig gegn slíku?

SVAR: Því miður bjóðum við ekki upp á slíka tryggingu.

Leave a Reply