Hálfleiðinlegt allt saman. Við hér klakafólk að gera okkar besta til að erlendir gestir finni sig velkomna á skerið meðan þeir sem lifa og græða á því að erlent fólk heimsæki land og þjóð í massavís virðist vera drullusama.

Íslandið góða og fagra. En sumum er nokk sama um land og þjóð svo lengi sem peningar detta á bankabókina. Mynd NASA

Það lýsir vel íslenskum græðgisplebbahugsunarhætti þegar hóteleiganda við Mývatn er slétt sama um að skólp, kúkur, piss, getnaðarvarir og dömubindi lenda þráðbeint í Mývatninu fagra. Eigandinn fær sitt fyrir því og í versta falli þarf sonurinn, dóttirin eða ríkir plebbar sem kaupa hótelið að díla við minnkandi aðsókn erlendra gesta árið 2033 þegar ekkert finnst lífs og varla liðið í Mývatni okkar landsmanna.

Sömu sögu má kannski segja af þeim flugfélögum sem moka inn seðlum á að flytja fólk til landsins. Hvorki Icelandair, Wow Air né Primera Air hafa gefið einn eyri til að vernda landið eða stórkostlega náttúruna þó eigendurnir hafi ekki við að telja peningana sem rúlla inn af ferðafólki.

Þetta má glöggt sjá sé litið á einkunnir íslenskra flugfélaga á hinum risavaxna vefmiðli Tripadvisor. Sá vefur er langstærstur ferðamiðla á vesturlöndum með um 300 milljónir notenda.

Lesendum Fararheill á ekki að koma á óvart að Wow Air milljarðamæringsins Skúla Mogensen sé með allt niðrum sig en einkunnir á Tripadvisor kunna að varpa ljósi á vandamálið:

Einkunnir ferðalanga með Wow Air á Tripadvisor. Rétt um helmingur ánægður með flugfélag en helmingur mjög ósáttur. Skjáskot

Það lítur út fyrir að hið „hressa“ Wow Air sé aðeins að rokka fyrir helming þeirra sem tjá sig á Tripadvisor. Hinn helmingurinn telur þjónustu Wow Air annaðhvort lélega eða ömurlega.

Icelandair fær ívið betri einkunnir en Wow Air þrátt fyrir töluvert lægri fargjöld þess síðarnefnda. Skjáskot

En hvað með hið gamalgróna flugfélag Icelandair? Þeir aldeilis setið lengi að borðinu og hámað í sig og það með stuðningi stjórnvalda og lífeyrissjóða okkar landsmanna gegnum tíðina. Þess utan sama dúndurlærða fólkið þar að störfum 24 sjö eins og forstjórinn ber vitni um. Það hálærða fólk hlýtur jú að hafa náð að tileinka sér jákvæða og góða þjónustu eða hvað? Það skiptir extra miklu máli því velflestir sem ferðast með Icelandair gera sér grein fyrir að þetta flugfélag er flaggflugfélag Íslands eins og nafnið gefur til kynna. En er Icelandair er rokka á Tripadvisor? Skoðum stöðuna:

Jú, þetta er töluverð framför miðað við flugfélag Skúla Mogensen og kemur kannski á óvart því Icelandair hefur gegnum tíðina ekki verið að bjóða nein súperslikk fargjöld þó vélar flugfélagsins eigi flestar heima á Flugsafni Íslands sökum aldurs. Hér þó ívið fleiri sem eru sáttir eða ánægðir samanborið við Mogensen og co.

En hvað svo ef við kíkjum stundarkorn á flugfélag Andra Más Ingólfssonar? Primera Air er sannarlega ekki lengur íslenskt flugfélag enda gert út frá Lettlandi því þar kostar ekkert að reka fyrirtæki og laun fjórfalt lægri en starfsfólk á klakanum er að heimta sem lágmark. Það er engu síður svo að í erlendum miðlum er yfirleitt vikið að þeirri staðreynd að Primera Air hafi verið íslenskt og sé rekið af Íslendingum. Hvað kemur þar í ljós?

Vissulega fáir að tjá sig um Primera Air á Tripadvisor en hér sama uppi á tening og með Wow Air. 50/50 virðist vera raunin með sátta og ósátta þegar kemur að flugfélagi Andra Más Ingólfssonar. Dapurt prógramm enda hugsar Andri Már eins og Skúli Mogensen sem hugsar eins og hóteleigandinn á Mývatni; einu gildir hvaða skítur dettur í klósettið árið X svo lengi sem við fáum feitan seðil í hús. Vandamálin eru fyrir afkomendurna eða einhverja skíthæla sem kaupa hótelið í framtíðinni…

Við hin hér sem landið byggjum fáum meiðandi glósur á samfélagsmiðlum plús að þurfa að þrífa upp eftir skíthæla sem er slétt sama um landið sitt þó þeir lifi kóngalífi á að selja drauminn.

Vorum við búin að segja SKÍTHÆLAR?