Fólk skiptist gjarnan í tvennt þegar talið berst að ítölsku borginni Mílanó. Sumum finnst hún dýrðleg upp á tíu en aðrir segja þetta mengað skítapleis. Hvað sem því líður má dúllast þar í fjóra daga fyrir ágætt verð í  byrjun apríl.

Það eru Heimsferðir sem eru að bjóða sæmilegt tilboð til Mílanó milli 4. og 8. apríl næstkomandi í beinu flugi. Prísinn á fluginu fram og aftur með töskudruslu aðeins 39.900 krónur eða tæplega 20 þúsund kall hvora leið.

Ekki dapurt svona á þessum síðustu og verstu og hér ágætt að hafa hugfast að meðalhitastig í Mílanó þennan tíma er 15-18 gráður að degi til og 8 til 10 gráður að nóttu. Sem sagt aldeilis fínt 🙂

Mínusinn kannski helstur sá að gisting er merkilega dýr í Mílanó. Hægt er að kaupa gistingu líka gegnum vef Heimsferða en þá ertu að styrkja Arionbanka, eiganda Heimsferða, og hver hefur áhuga á því. Nær lagi að bóka gistingu á hótelvef okkar og styrkja þannig skemmtilegasta ferðavef landsins 🙂