Icelandair hefur sett af stað fyrsta hraðtilboð sitt á árinu 2012 en þar gildir að bóka farið næsta sólarhringinn. Að þessu sinni eru í boði ferðir til Helsinki í Finnlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku og Seattleí Bandaríkjunum.

Farið til Köben og Helsinki kostar næsta sólarhringinn 14.900 krónur aðra leiðina eða 29.200 fram og til baka en fartíminn til Köben er takmarkaður við næstu tvo mánuði eða fram til 31. mars. Ferð getur þó ekki hafist fyrr en í febrúar. Til Helsinki er aðeins í boði að fljúga í mars.

Til Seattle er komist á tilboðsverði frá febrúar til marsloka á 36.900 aðra leiðina og 68.500 báðar.

Meðal þess sem er í boði í Helsinki í marsmánuði má nefna tónleika hljómsveitarinnar Theory of a Deadman þann 15. mars. Í Seattle í sama mánuði heldur Lady Antebellum tónleika og brúðusnillingurinn Jeff Dunham er í bænum með sjó. Kaupmannahöfn býður upp á tónleika The Jezebels á þessum tíma svo fátt sé nefnt.

Heimasíða Icelandair hér.