Korthafar American Express geta næsta sólarhringinn nýtt sér ferðatilboð til fjögurra borga heimsins fyrir helming þess fjölda vildarpunkta sem eðlilegt er. Nauðsynlegt er þó að bóka næstu tvo sólarhringa, 13 og 14 apríl, áður en tilboðið rennur út.

Um er að ræða borgirnar Boston í maí eða júní, Berlín í júní eða júlí, Hamborg í júní og júlí eða Helsinki í maí eða júlí. Flogið er með Icelandair í öllum tilvikum og bókað þar.

Hafa skal í huga að vildarpunktar dekka ekki eldsneytisgjöld og skatta sem geta auðveldlega numið 20 til 30 þúsund krónum.

Heimasíða Icelandair hér.