Icelandair býður nú sérstök tilboð til þriggja borga en þá er gist þrjár nætur að eingöngu greitt fyrir tvær nætur. Eru áfangastaðirnir Boston í Bandaríkjunum, Helsinki í Finnlandi og Kaupmannahöfn í Danmörku.

Kostar þannig þriggja nátta ferð til Boston 75.900 krónur á mann miðað við tvo og er gist á Boston Park Plaza. Það hótel er sæmilega staðsett en þykir í lakari kantinum ef marka má gagnrýnendur á Tripadvisor. Þar er Boston Park Plaza í 50. sætinu af 73 hótelum í borginni. Tilboðið gildir frá 28. nóvember til 3. apríl.

Kaupmannahafnarferðin kostar 49.900 krónur á mann miðað við tvo og er gist á Imperial Hotel eða Wakeup Copenhagen. Hið fyrrnefnda þykir gott og er í 21. sætinu af 123 hótelum í borginni samkvæmt Tripadvisor. Wakeup Copenhagen er ekki mikið síðra samkvæmt sama vef og er í 23. sætinu. Tilboðið gildir til loka mars 2011.

Þriðja tilboðið til Helsinki gildir aðeins til 9. janúar og kostar það 55.900 krónur á mann miðað við tvo saman. Þá er gist á Radisson Blu Sea sem er fínt hótel miðsvæðis og þykir það 18. besta í borginni af 77 alls samkvæmt Tripadvisor.

Heimasíða Icelandair hér.