Oft á tíðum verða ferðalangar fyrir vonbrigðum með gististaði sína á erlendri grundu. Reynast þá upplýsingar um hótelið beinlínis rangar eða vel ýktar.

Fyrir gistingu og eftir gistingu hjá Hans Brinker í Amsterdam
Fyrir gistingu og eftir gistingu hjá Hans Brinker í Amsterdam

Margir kannast við þetta. Hótelið reynist ekki vera í fimm mínútna fjarlægð frá ströndinni eins og bæklingurinn sagði til um heldur 25 mínútur og það á harðaspretti. Opin dós af gamalli síld inni á míníbarnum. Fína sundlaugin reynist vera lítið stærri en dalvískt fiskikar og öryggisvarsla samanstendur af einum dóphaus sem veit hvorki í þennan heim né annan.

En það er að minnsta kosti eitt hótel í henni víðri veröld sem aldrei nokkurn tímann verður sakað um að blekkja viðskiptavini sína. Það er Hans Brinker Budget hótelið í Amsterdam í Hollandi.

Á heimasíðu þess hótels má lesa eftirfarandi:

„Við á Hans Brinker hótelinu erum stolt að hafa um 40 ára skeið valdið ferðalöngum vonbrigðum. Hótelið býður þægindi eins og finna má í hámarksöryggisfangelsi, einhverjar pípulagnir og kaffistofu sem er opin óreglulega og býður mikið úrval rétta úr slepjulegum eggjum.“

Að þessu frátöldu bjóðum við:

  • Loftlausan og dimman bar í kjallaranum

  • Steypta gangstétt þar sem hægt að að sleikja þá sól sem slefar yfir byggingarnar beint á móti

  • Lyftu sem aldrei bilar milli hæða

  • Sérstaklega vatnsþynntan bjór á barnum