Búsáhaldabyltingin var fyrsta skiptið sem heil kynslóð Íslendinga komst í kynni við alvöru mótmæli.

Erlendis eru mótmæli orðin talsvert þróaðari og eitt dæmið um það eru mótmæli gegn mengun í heiminum og notkun bifreiða sem fram fer víða um heim þann 13. júní. Einna stærst eru mótmælin í London þar sem hundruðir og stundum þúsundir einstaklinga hjóla naktir um miðborg London og finnst fátt skemmtilegra en að trufla umferðina.

Ekki er krafa gerð um nekt til að taka þátt heldur nægir að vera lítt klæddur og er öllum velkomið að mæta og taka þátt.

Heimasíða aðgerðarsinna hér.