Nokkur fjöldi Íslendinga heldur í víking til Cape Town í Suður Afríku ár hvert enda töluvert að sjá þar og upplifa. Margir leggja líka leið sína til Betty´s Bay í tæplega klukkustundar fjarlægð frá borginni þar sem strandlengjan beinlínis iðar af afrískum mörgæsum.

Betty´s Bay er fagur flói og ekki lítið gaman að íbúum svæðisins.
Betty´s Bay er fagur flói og ekki lítið gaman að íbúum svæðisins.

Það mikið sjónarspil eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan. Hér fjölgar þessari mörgæsategund ört og þúsundir þeirra vappa hér um allan ársins hring.

En ferðaþjónustuaðilar sem hingað bjóða ferðir stoppa ekki mikið í samnefndum smábæ sem hér stendur og er nokkurs konar orlofsbær fyrir ríkari íbúa borgarinnar. Og það er í bænum sem kostulegast er að fylgjast með mörgæsunum. Þeim hefur fjölgað svo ört að hundruðir þeirra hafa gefist upp á baráttu um svæði á ströndinni og fundið sér samastað í bænum sjálfum. Fjöldinn svo mikill orðinn að þær eru fjölmennari en mennskir íbúar.

Þannig er ekki óalgengt að labba inn í garð sem troðinn er af mörgæsafjölskyldu. Né heldur að mæta mörggæs á röltinu á götu úti. Þær verða jú að baða sig reglulega og leita ætis og þá er stefnan tekin niður á strönd og til baka aftur.

Aldeilis frábær upplifun og töluvert fyndnara en að sjá mörgæsirnar vappa um á ströndinni.