Skip to main content
Tíðindi

Hingað langar okkur en komumst ekki beint

  11/01/2012desember 23rd, 2014No Comments

Ýmislegt má lesa út úr þeim listum sem jafnan birtast um áramótin yfir vinsælustu ferðamannastaði landans á liðnu ári þó þar komi jafnan fátt ýkja mikið á óvart. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eru möguleikar Íslendinga til ferðalaga ívið takmarkaðri en annarra og nánast gefið að London eða Kaupmannahöfn verða ávallt í efstu sætunum.

Það var raunin 2011 eins og listar Dohop yfir þá staði sem Íslendingar leituðu mest að á síðasta árinu sanna en frá þeim skýrði Fararheill fyrir skömmu. Þar var þó aðeins, ef Bangkok er frátalinn, aðeins um staði að ræða sem eru í boði héðan alla jafna.

En kannski er enn meira sem má lesa út úr þeim áfangastöðum sem mest er að leitað og EKKI eru í boði í beinu flugi frá Íslandi. Hvert langar landann en kemst ekki vandræðalaust? Aðstandendur Dohop.is, íslenska leitarvefsins, urðu góðfúslega við beiðni Fararheill um slíkan lista.

  1. Bangkok, Tælandi
  2. Tenerife, Spáni
  3. Girona, Spáni
  4. Vínarborg, Austurríki
  5. Varsjá, Póllandi
  6. Róm, Ítalíu
  7. Malaga, Spáni
  8. Ríga, Lettlandi
  9. Búdapest, Ungverjalandi
  10. Vilníus, Litháen

Er reyndar í boði á ákveðnum tímum að komast til nokkurra þessara borga. Þannig er áætlunarflug í boði til Varsjár og fjölmargar pakkaferðir eru árlega til Tenerife. Girona er bær í Katalóníu en þangað fljúga mörg helstu lágfargjaldaflugfélög Evrópu. Að öðru leyti skýrir listinn sig sjálfur.