Allir sem ætlað hafa sér að spara sér skilding og nýta sér hin oft á tíðum ótrúlegu tilboð lágfargjaldaflugfélaganna komast oft að því þegar til kemur að þó auglýst verð séu girnileg er ekki allt sem sýnist í þeim málum. Ýmis  aukagjöld sem bætast ofan á girnilegt útsöluverð geta gert hræbillega flugferð að töluvert dýrri reisu.

Það á til dæmist oftast við hjá svokölluðum lágfargjaldaflugfélögum sem óhikað bjóða flugferðir alveg niður í eitt pund erlendis með sköttum. En það verð hækkar ríflega um leið og hafa þarf með sér farangur. Ein troðfull taska getur bætt þúsundum króna við fargjaldið og þegar upp er staðið er verðið ekki svo ýkja frábært þegar til kemur.

Fararheill.is tók saman aukagjöld fimm flugfélaga sem flokkast sem lágfargjaldaflugfélög, þó setja megi spurningarmerki við Iceland Express á þeim lista, og líkur eru á að Íslendingar nýti sér á ferðum sínum um heiminn.

Eins og sjá má, sérstaklega hjá hinu merkilega fyrirtæki Ryanair, er lítt að marka uppgefin verð þeirra því alls kyns gjöld sem enginn kemst hjá að greiða bætast við verðið hjá hverjum og einum þegar allt kemur til alls.

Að þessu leyti stendur Iceland Express sig best í þessum samanburði og er það vel en á það verður að líta að vafasamt er að flokka IE sem lágfargjaldaflugfélag enda fargjöld þeirra meira í ætt við hefðbundin fargjöld Icelandair sem seint fer í bækur sem ódýrt flugfélag.*

* Öll verð námunduð. Könnun gerð í september 2010.

Flugfélag Farangur Sætaval Þjónustugjald Innritun Samtals
Air Berlin 2.400 2.400
Easyjet 1.800 1.400 3.200
Ryanair 2.700 700 800 800 5.000
Norwegian 1.300 1.300 800 3.400
Iceland Express 800 800