Hann heitir Sky Garden á frummálinu, himnagarður, og er stór opinn salur með útsýnispalli á efstu hæð byggingar sem gjarnan er kölluð Walkie Talkie af heimafólki í London. Staðurinn fær að mestu toppdóma og óvíða fæst betri útsýn yfir borgina.

Flestum þykir mikið til Sky Garden í London koma. Mynd Sky Garden
Flestum þykir mikið til Sky Garden í London koma. Mynd Sky Garden

Þetta er einn af tískustöðunum í London en Sky Garden nær yfir þrjár efstu hæðir háhýsisins við 20 Fenchurch Street í fjármálahverfinu City í London. Hér úrvals útsýni og hægt að fá sér bita á tveimur veitingahúsum sem hér eru auk bars með fantagott úrval drykkja.

Eins og margt annað í London er ekki sérstaklega ódýrt að borða hér en staðurinn er flottur og framúrstefnulegur og alltaf er huggun að þessu fína útsýni. Ágætt að prófa þennan ef þú hefur tekið inn flest þetta helsta sem má sjá og gera í London. Ritstjórn getur óhikað mælt með máltíð á Darwin Brasserie, öðrum af veitingastöðunum hér, en hinn staðurinn, Fenchurch Restaurant, er fínni staður og þar þarf oftar en ekki að bóka borð fyrirfram.

Heimasíðan.