Þeim hefur fækkað sem kalla smábæinn Giethoorn Feneyjar Hollands en nafnið á svo sannarlega við því þar voru til langs tíma engir vegir eða götur og allir ferðuðust um á bátum.

Aðeins meira mál að fara út í búð eftir mjólk í Giethoorn en annars staðar. Mynd @rwen
Aðeins meira mál að fara út í búð eftir mjólk í Giethoorn en annars staðar. Mynd @rwen

Þetta litla þorp hefur gegnum tíðina verið mikið aðdráttarafl fyrir Hollendinga sjálfa og erlendir ferðamenn hafa líka séð ástæðu til að skoða þennan furðubæ.

Þar var til langs tíma eingöngu farið milli húsa á bátum á síkjum sem liggja um þorpið allt. Þetta hefur reyndar breyst í dag því bærinn hefur stækkað og nýjum íbúum fannst miður að hafa ekki vegi. Þá hafa reyndar og verið settir upp hjólreiðastígar þar sem því er viðkomið í gamla borgarhlutanum.

Þannig er Giethoorn ekki alveg með sama aðdráttarafl og áður en engu að síður forvitnilegt stopp sé fólk á faraldsfæti um þetta litla land. Í Giethoorn er í boði að leigja hljóðlitla rafmagnsbáta til að sigla um síkin.

Bærinn er í Overijssel héraðinu ekki langt frá bænum Steenwijk en þangað er gróflega um klukkustundar akstur frá Amsterdam.

Leave a Reply