Ef bullandi lúxus frá a til ö skiptir þig ekki öllu máli þegar hverfa skal frá dagsins amstri er óvitlaust að kíkja á æði gott tilboð til Korfu á Grikklandi komandi apríl og maí.

Seiðandi grísk stemmning á Korfu fyrir lítið. Mynd Maria Rosaria Sanonno
Seiðandi grísk stemmning á Korfu fyrir lítið. Mynd Maria Rosaria Sanonno

Bresk ferðaskrifstofa er að skera verðið niður um helming á vikudvöl með öllu en það reyndar á þriggja stjörnu hóteli.

Á móti kemur að ekki er um risahótel að ræða heldur lítið og sætt fjölskylduhótel örskammt frá bænum Kassiopi. Nóg að bíta og brenna og enginn skortur á afþreyingu heldur.

Um að gera að kíkja á málið. Verð á haus miðað við tvo saman þessa stundina er aðeins 42 þúsund krónur plús þá flug til Bretlands og heim að auki sem oftast finnst kringum 30 þúsund á mann. Heildarpakkinn gæti því kostað hjónakorn kringum 150 þúsund alls. Sem er brandari.

Allt um þetta hér en bóka verður símleiðis.