Við vitum ekki um ykkur þarna úti en eitt af því skemmtilegra sem okkur finnst hægt að gera í London er að sækja leikhúsin því úrval bæði leikhúsa og verka í boði er vægast sagt fjölbreytt. Ekki er heldur miður ef komist er á fyrsta flokks sýningu á helmings afslætti eins og nú er.

Michael Jackson´s Thriller, Hnotubrjóturinn og Billy Elliot er meðal þeirra sýninga sem billegt er að komast á
Michael Jackson´s Thriller, Hnotubrjóturinn og Billy Elliot er meðal þeirra sýninga sem billegt er að komast á

Eins og við höfum bent á hér áður er að detta í Svarta föstudag í verslunum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Black Friday er einn allra stærsti útsöludagur verslana í báðum löndum og algengt að slegið sé 40 til 60 prósent af hefðbundu verði á mörgum vörum og þjónustu líka.

Til dæmis er vefmiðillinn lastminute að auglýsa leikhúsamiða á vinsæl verk í höfuðborg Englands með allt að 64 prósenta afslætti en helmings afsláttur þó algengari. Kjörin leið til að njóta lista og menningar í ofanálag við jólastemmarann í borginni.

Vefur lastminute hér en það opnar ekki fyrir sölu fyrr en á miðnætti í kvöld. Enginn þarf þó að flýta sér mikið. Salan stendur yfir til 2. desember eða meðan miðar endast.