Hilton hótelkeðjan hefur varpað sprengju inn á hótelmarkaðinn í heiminum en í dag var tilkynnt að allt að helmings afsláttur yrði í boði á öllum herbergjum á öllum hótelum keðjunnar um helgar allt næsta árið. Geta áhugasamir í raun strax 17. desember nýtt sér tilboðið.

Hilton keðjan hefur áður veitt slík tilboð en aðeins tímabundið til tveggja eða þriggja mánaða fram í tímann. Nú gildir þetta frá 17. desember næstkomandi og fram til ársloka 2011. Tilboðið gildir þó aðeins yfir helgar frá föstudegi fram til sunnudags.

Hilton keðjan er ein sú stærsta í heiminum og rekur yfir 300 hótel á heimsvísu.

Heimasíða Hilton hér.