Flug og bíll er einn vinsælasti ferðamáti margra og ekki að ósekju. Ferðalag á eigin spýtur um ókunnug lönd er yfirleitt stór ávísun á skemmtun og næsta öruggt að undir stýri sér maður land og þjóð með öðrum og mun betri hætti en í hefðbundnum skoðunarferðum í rútum.

Þó flestir Íslendingar yfir fertugu kippi sér lítt upp yfir hræðilegum vegum eru þeir nokkrir til úti í heimi sem best væri sennilega að sleppa alfarið eða í besta falli ganga eða hjóla.

Sá hræðilegasti þeirra er Yungas vegur í Bólivíu, kallaður þjóðvegur dauðans og ekki að ósekju. Þrjú þúsund einstaklingar látast þar árlega í bílslysum.

Elsku mamma, ég ánafna þér Picasso málverkin mín
Elsku mamma, ég ánafna þér Picasso málverkin mín.

En það þarf ekkert sérstaklega að fara langt suður í lönd til að finna vegi sem gætu truflað meltinguna illilega. Á Ítalíu er vegur sem þótti svo hættulegur að hann var bannaður bílum og er nú aðeins fyrir mótorfáka á tveimur hjólum. Það er slóðinn upp Pasubio fjallið nálægt Vicenza í norðurhluta landsins. Mikið útsýni og ferðalagið þess virði enda tekur við ekki síðri göngustígur þegar upp er komið.

Engin þörf á hraðahindrunum á Pasubio veginum
Engin þörf á hraðahindrunum á Pasubio veginum

Þá er ekki síður hárrísandi vegurinn sem liggur að þorpinu Paúl do Mar á eyjunni Madeira. Það lítur kannski ekki út fyrir það en miklar endurbætur hafa átt sér þar stað undanfarin ár og þykir vegurinn nú afar öruggur miðað við það sem var áður en lengi vel var aðeins fært til þorpsins á bátum.

Hinn beini og breiði vegur er ekki hér á Madeira. Ágætt að hálka og frost geri ekki vart við sig hér.
Hinn beini og breiði vegur er ekki hér á Madeira. Ágætt að hálka og frost geri ekki vart við sig hér.

Nema hvað vegir þurfa ekki að vera vandamál ef ökumenn kunna sig í umferðinni. Flest dauðsföll útlendinga hlutfallslega eiga sér stað í umferðinni í Portúgal og Grikklandi ef litið er til Evrópu meðan rannsóknir hafa sýnt að Belgar og Austurríkismenn eru gjarnastir á að fara yfir á ljósrauðu. Þá er oftast brotist inn í bifreiðar í Bretlandi og engum þarf að koma á óvart að Frakkar setjast oftast undir stýri en aðrir eftir að hafa neytt áfengis samkvæmt könnun AA bifreiðarsamtakanna.

Filippseyjar eru fjallóttar mjög og þó vegirnir séu góðir er ekki þar með sagt að það sé mjög þægilegt að fara um þá.
Filippseyjar eru fjallóttar mjög og þó vegirnir séu góðir er ekki þar með sagt að það sé mjög þægilegt að fara um þá.

Þó illa hljómi er þetta engu að síður hátíð ein miðað við hvað gerist og gengur víða annars staðar þar sem ferðafólk er fáséðara. Vegir í sveitum Kína þykja margir vafasamir og sama gildir um marga vegi í Tælandi, Brasilíu, Króatíu og Rússlandi svo dæmi sé tekið.

Stundum þarf heldur ekki að fara svo langt ef hrikalegir vegir eru í uppáhaldi. Í suðvesturhluta Noregs er að finna Lysefjord sem er einn þrengsti og dýpsti fjörður landsins. Svo þröngur að lengi vel var aðeins fært hingað á bátum og jafnvel eftir að Norðmenn punguðu út fyrir hreint ægilegum vegi er sá lokaður lungann úr árinu sökum bratta. Og sennilega full ástæða til eins og sjá má á myndinni. Þekkt er í túrum á þessar slóðir að sumir hætta við túrinn niður þegar að er komið. Góðu heilli er fínn veitingastaður á brúninni svo þar má drepa tímann ef fólk guggnar.

Hárin rísa á flestum sem aka hinar snarbröttu 28 beygjur á fjallveginum í Lysefjord.
Hárin rísa á flestum sem aka hinar snarbröttu 28 beygjur á fjallveginum í Lysefjord.