Tíðindi

Heitustu borgir næsta árs

  01/11/2010júní 1st, 2014No Comments

Samkvæmt áliti blaðamanna Lonely Planet er New York heitasta borgin að heimsækja á næsta ári en ferðabókaútgáfan gefur reglulega út slíka lista sem eiga að endurspegla þá staði á jarðkringlunni þar sem ferðalangar fá mest út úr fríinu sínu.

Fátt kemur svosem á óvart með New York enda fáir sem hana heimsækja sem ekki verða ölvaðir af stemmningunni í borginni og vilja heimsækja sem fyrst aftur.

Öllu merkilegri er borgin í öðru sætinu; Tangier í Marokkó og ekki síður Tel Aviv í Ísrael í þriðja sætinu. Tangier fær heiðurinn sökum þess að nýr borgarstjóri þykir aldeilis hafa tekið til hendinni og nú fá ferðalangar frið frá betlurum og sölumönnum sem lengi hafa verið leiðigjarnir.

Tel Aviv þykir lostafull borg og þar má njóta lystisemda holdsins á auðveldan hátt þó ekki standi það berum orðum í frétt Lonely Planet. Láta þeir nægja að segja Tel Aviv raunverulega Sin City.

Aðrir borgir sem þykja prýðilegar til heimsóknar á næsta ári eru í réttri röð Wellington á Nýja-Sjálandi, Valencia á Spáni, Iquitos í Perú, Gent í Belgíu, Delí á Indlandi, Newcastle í Ástralíu og Chiang Mai í Tælandi.