Þó við hjá Fararheill finnum oft ýmis kýli sem stinga þarf á hjá innlendum ferðaskrifstofum þá kemur fyrir að þær koma á óvart. Það gerir ferðaskrifstofan Heimsferðir þessa stundina með tilboð sem sannarlega bragð er að.

Ágætt Tenerife tilboð hjá Heimsferðum í boði núna
Ágætt Tenerife tilboð hjá Heimsferðum í boði núna

Í fyrsta lagi er Heimsferðafólk að bjóða tilboðspakka til Tenerife þann 21. maí annars vegar í viku og hins vegar í tvær vikur. Verð á pakka á ágætu hóteli en án fæðis miðað við tvo saman er 90.300 krónur á manninn fyrir vikuna og aðeins 119.600 á manninn fyrir tvær vikur. Það er dágott verð miðað við það sem gengur og gerist

Hins vegar er enn hægt að verða sér úti um flug aðra leiðina til Jerez á Spáni fyrir 29.900 krónur en aðeins ein ferð er í boði og það á mánudaginn kemur. Aftur ekkert stórkostlegt verð en gott miðað við allt og allt og beint flug er alltaf betra.

Hins vegar er óhætt að finna að því að Heimsferðafólk kynnir þá ferð sem ferð til Costa del Sol. Sem er þvæla. Jerez er í fyrsta lagi ekki við ströndina og í öðru lagi heitir strandlengja þessa svæðis Costa del la Luz. Costa del Sol er einungis heiti á stöðum við strandlengjuna í Andalúsíu.