Viti menn! Innlendar ferðaskrifstofur farnar að vakna til lífs. Ellefu nátta túr til Krítar í Grikklandi í byrjun september hljómar ekki illa og það ódýrast á 124 þúsund krónur á kjaft miðað við tvo saman á sæmilegum gististað ef marka má Heimsferðir.

Það vel að menn séu að vakna til lífs og farnir að bjóða ferðir nokkra mánuði fram í tímann. Þetta mun vera fyrsta skeytið frá innlendri ferðaskrifstofu síðan í byrjun mars sem við fáum hingað á ritstjórn og erum skráð fyrir nýjungum frá þeim öllum.

Ekki hugmyndin að gera lítið úr bjartari tímum eftir harðan vetur og vírus sem dregið hefur tugþúsundir til dauða vel fyrir tímann.

En…

Það er fjarri því merkilegt að heimta 248 þúsund krónur fyrir flugið fyrir par eða hjón plús ellefu nætur á Krít með haustinu á þriggja stjörnu hóteli með engu inniföldu. Ekki aðeins er það bara svipað verð á ferð og hefur fengist undanfarin ár þó kóróna hafi gert usla á Krít eins og annars staðar. Það má líka finna fjölda þriggja stjörnu hótela á Krít þennan tíma á mun lægra verði á hótelbókunarvef okkar hér að neðan. Eins og príma gistingu á borð við þá hér til hliðar á sömu dagsetningum og Heimsferðir bjóða. Kosti gistingin með morgunverði allt niður í 70 þúsund krónur fyrir ellefu nætur má ljóst vera að ferðaskrifstofan er að megaokra á fluginu.

Hitt varðar mökklélega þjónustu. „Klikki” fólk á tilboð Heimsferða til að skoða málið betur flyst fólk yfir á 500 Error Page. Sem er tölvumál fyrir að síðan atarna er alls ekkert uppi. Skilaboðin auðvitað líka á þessari fyrsta flokks íslensku: „Úbbs, þú reyndir að skipta á síðu sem er ekki til. Fara til baka annaðhvort vafranum Back hnapp eða til að halda áfram á þessari heimasíðu.”

PS: Ferðaskrifstofan Heimsferðir er í eigu Arion banka og Goldman Sachs. Hvorugur banki hefur nokkru sinni haft almannahag á stefnuskránni og því vitleysisháttur að eiga við þá nokkur viðskipti.