Lesendum okkar er kunnugt um úttektir okkar á hinum íslenska flugleitarvef Dohop. Þær hafa sýnt að frekar hallar undan fæti hjá þeim íslensku sem hér fyrir þremur til fjórum árum fundu og buðu næstum undantekningarlaust lægsta verð á flugi. Það hefur breyst.

Enginn sérstakur sigurvegari í haustsamkeppni Fararheill.
Enginn sérstakur sigurvegari í haustsamkeppni Fararheill.

Við höfum líka ítrekað fyrir fólki sem ekki er alveg sama um peningana sína hversu mikið sé hægt að spara með því að dunda sér við verðsamanburð á flugi áður en bókað er. Gegnum tíðina höfum við fundið yfir hundrað þúsund króna verðmun á einu og sama fluginu. Það munar um minna fyrir flesta.

Að þessu sinni leituðum við samtímis hjá hinum íslenska Dohop og hinum danska Momondo að flugi aðra leið fyrir einn einstakling frá Keflavík til fimm mismunandi áfangastaða á fimm mismunandi dagsetningum af handahófi.

Eins og sést á töflunni eru báðir aðilar að bjóða að mestu svipaða pakka. Aðeins munar nokkrum þúsund köllum nema í einu tilviki þegar þeir dönsku hengja þá íslensku út til þerris.

* Hér er aðeins tiltekið lægsta verð sem fannst en munur getur verið á biðtíma eða flugtíma.