Istanbúl, Róm, Mykonos, Aþena, Napolí, Santorini. Fjórar flottar borgir og tvær magnaðar eyjar. Hvað ef þú gætir skoðað þær allar í einum og sama túrnum og það á hálfvirði?

Gríska eyjan Santorini aðeins einn af mörgum brilljant áfangastöðum í ljúfri siglingu í vetur. Mynd Maggie Meng
Gríska eyjan Santorini aðeins einn af mörgum brilljant áfangastöðum í ljúfri siglingu í vetur. Mynd Maggie Meng

Hljómar vel ekki satt? Og það túr sem þú getur sannarlega farið í og notið lífsins eins og kóngur (eða drottning) í fyrsta flokks skemmtiferðaskipi.

Þann tólfta október næstkomandi getur þú farið í ellefu nátta ferð um austurhluta Miðjarðarhafs þar sem stoppað er daglangt á öllum ofangreindum stöðum og fleirum í þokkabót. Fyrir utan heillandi siglinguna sjálfa, fagrar og frægar borgirnar og eyjurnar er líka innifalið í pakkanum flug frá London til Rómar og til baka en þaðan hefst og endar siglingin sem hér um ræðir.

Nú gætu launþegar á Íslandi farið að hugsa sér til hreyfings af þessari síðu og yfir á Bleikt.is. Það er jú ekki hægt að fara í slíka lúxussiglingu undir milljón krónum eða svo á parið.

Eða hvað?

Í ljós kemur að þessi umrædda ferð á þessari dagsetningu er á HELMINGS afslætti þessa stundina og ellefu daga túrinn í innriklefa kostar manninn aðeins 196 þúsund krónur. Samtals 392 þúsund á par. Bætið 50 þúsund við á kjaft og fáið káetu með svölum og fría drykki alla ferðina í viðbót við allt annað.

Ofangreint verð gildir frá London en allir vita jú að þangað er ódýrt komist héðan oftar en ekki. 55 til 60 þúsund krónur þar fram og aftur sem bætist þá við pakkann og heildarverðið rúmlega 450 þúsund krónur eða svo. Er það ekki svona um það bil helmingi lægra verð en þú greiðir fyrir siglingar hjá innlendum ferðaskrifstofum?

Læk á það finnst okkur. Meira hér.

En svo þarf að punga út tugþúsundum í gistingu í Englandi og allt bölvað vesen… þó ekki ef þú brúkar heimsins bestu hótelbókunarvél hér að neðan 🙂