Enn þann dag í dag er breski rithöfundurinn Jane Austen meðal víðlesnustu skáldsagnahöfunda heims þó ár og aldir séu síðan hún lést. Bækur hennar seljast enn í stórum upplögum og hátíðir henni til heiðurs trekkja að tugþúsundir. Ein hátíð sérstaklega.

Allt að hundrað þúsund aðdáendur Jane Austen láta sjá sig í Bath ár hvert. Mynd Owen Benson
Allt að hundrað þúsund aðdáendur Jane Austen láta sjá sig í Bath ár hvert. Mynd Owen Benson

Það er Jane Austen festival í bænum Bath í suðvesturhluta Englands en sú hefur skotið rótum sem hin eina og sanna hátíð til heiðurs skáldkonunni. Það að hluta vegna fjölda fólks sem hingað sækir hátíðina hvaðanæva að frá Bretlandi og víðar en ekki síður vegna fjölda viðburða ár hvert. Þeir reyndar svo margir að hátíðin er tíu daga löng.

Fjöldi viðburða er dagana tíu sem tileinkaðir eru Austen. Talsvert stór hópur fólks klæðir sig upp að þess tíma sið og sprangar um götur og stræti öðrum til ánægju. Annað gefur að líta hér frá tíma söguhetja Austin og í gangi þennan tíma ýmsir bókaklúbbar og leikrit eftir sögum hennar til sýnis bæði á götum úti og eins í leikhúsum.

Forvitnileg hátíð og afar skemmtileg fyrir þá sem dýrka Austen sérstaklega. Best kannski að hingað til hefur þurft að keyra frá London í rúma tvo og hálfan tíma til að taka þátt en eftir að easyJet og Wow Air hófu beint flug frá Íslandi til Bristol tekur túrinn til Bath ekki nema 30 mínútur þaðan.

Allt um hátíðina hér en hún fer fram í september ár hvert.

Leave a Reply