Það fór sem við spáðum. Hver miðillinn á fætur öðrum dembir nú yfir landann þvílíkri lofgjörð um rússnesku borgina St.Pétursborg að halda mætti að þar sé himnaríki á jörð.

Nú síðast Morgunblaðið þar sem fréttastjóri þess dælir út einni og hálfri síðu af dásemdum um borgina og það eftir að hafa dvalið aðeins 48 stundir á staðnum. Fréttastjórinn gjaldfellir reyndar eigin grein þegar hann segir „þegar dvalið er í St.Pétursborg í tvo daga er vitaskuld aðeins hægt að sjá brot af því sem borgin hefur upp á að bjóða.“

Látum stóryrðin vera enda boðsferð og blaðafólkið við hlið stjórnenda Icelandair meira eða minna alla ferðina og væntanlega gerst kumpánlegt yfir einu hvítvínsglasi eða tveimur. Miðað við auglýsingamagn Icelandair hjá Morgunblaðinu er þess ekki að vænta að menn stígi mikið á tær en gefi í staðinn lesendum sínum aðeins hálfa söguna.

Ritstjórn Fararheill dvaldi líka í borginni um tveggja daga skeið árið 2011 sem er alltof skammur tími til að bjóða fólki upp á ítarlega umfjöllun. Við hins vegar tökum undir að falleg er hún.

Hins vegar er St.Pétursborg í dýrari kantinum fyrir krónueigendur á Íslandi. Íbúar eru þurrir á manninn og margir þeirra lítt hrifnir af erlendu ferðafólki. Nokkur hverfi borgarinnar eru  illræmd og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna telur ástæðu til að birta neðangreint á vef sínum um borgina nú nýlega:

St. Petersburg, like other major cities in Russia, experiences a wide variety of crimes. The most prevalent crime in St. Petersburg continues to be theft, primarily in the form of petty street crimes such as pick-pocketing. Street criminals are known to operate in areas and establishments frequented by tourists and business travelers. Most of the reported incidents occur in high pedestrian traffic areas such as metro or train stations, street-level public transportation, markets, underground crosswalks, and popular tourist areas. Typically, the thief will surreptitiously remove a wallet or pocketbook. The large number of tourists and visitors provides a target rich environment for such types of criminals. Thefts have also been perpetrated by groups of young children who surround the victim and pick their pockets while distracting them. Young adult males have also been known to swarm a victim and pin him/her against the wall of a Metro train while forcibly removing valuables. Though infrequent in the city center, robberies are conducted using the threat of assault or use of weapons, to include knives or pistols.

Ekkert nýtt að erlendir ferðamenn séu sérstök skotmörk glæpamanna í borgum heimsins en öllu verra þegar skotvopn eru notuð við slíkt. Þá eru samkynhneigðir ekki ýkja velkomnir enda búið að festa í lög í landinu bann við slíku.

Að þessu sögðu eru vandfundin borg heimsins sem sagan hefur sett meiri svip á og Vetrarhöllina, Hermitage, og hið stórkostlega Peterhof verða allir dauðlegir menn að sjá áður en yfir lýkur.