Skip to main content

Góðir rithöfundar skipta hundruðum í heiminum, ef ekki þúsundum. En þeir eru fáir sem hafa séð framtíðina jafn greinilega og George Orwell.

Samkvæmt Orwell eru Spánverjar svindlarar og gufumenni. Mynd Juanjo Ferres

Samkvæmt Orwell eru Spánverjar svindlarar og gufumenni. Mynd Juanjo Ferres

Orwell skrifaði mætavel um Alþingi Íslendinga (og þing annarra þjóða) í Animal Farm. Hann sá mætavel fyrir að her-, eftirlits- og markaðsiðnaður yrði stór partur af framtíð manna í 1984 og hann var fljótur að kveikja á að stríð og styrjaldir eru ekki svarið við einu né neinu í Homage to Catalonia.

En hitti karlinn naglann á höfuðið varðandi þjóðerni fólks? Orwell skrifaði nefninlega líka um fólk frá ólíkum löndum heims og dró þar óhikað fólk í dilka.

Spánverjar og Mexíkóar: undirförult svikapakk.

Frakkar: Upprifnir. Gjarnan með skegg. Veifa höndum í tíma og ótíma.

Arabar og Afganir: undirförult svikapakk.

Kínverjar: svikulir og undirförulir. Gjarnan með tagl.

Svíar: Vinsamlegir. Vitlausir.

Ítalir: Upprifnir. Kvensamir eða ganga í háum hælum.

Blökkumenn: Ljúfir og húsbóndahollir