Það er skammt stórra högga á milli á Spáni. Ekki er áratugur síðan lestarsamgöngur í því ágæta landi voru í miklum lamasessi. Leiðir fáar og lestirnar komnar til ára sinna og hægfara mjög. Svo mjög að sex klukkustunda ferð með rútu milli Barcelona og Madrid þótti vænlegri kostur en sex klukkustunda ferð með lestinni.

Hraðspólum fram til dagsins í dag og endurbætt leiðin milli þessara stórborga um borð í nýjum eða nýlegum AVE hraðlestum er eina leiðin til að ferðast með stæl. Hraðlestirnar hafa stytt ferðatímann niður í tvo og hálfan tíma og er nú svo komið að þær eru fljótari í ferðum en flugfélögin á sömu leið ef tekið er mið af eilífum töfum á flugvöllum landsins.

AVE hraðlestakerfið er orðið eitt hið besta í Evrópu og fátt þægilegra en fara milli staða á Spáni með þeim.

Sjá leiðakerfi og verð á heimasíðu Renfe hér.