Til hvers að setja lög og reglur ef enginn fer eftir þeim? Það er stóra spurningin eftir lestur á skilmálum Icelandair um handfarangur á almennu farrými. Sá lestur er jafn fyndinn og karakterinn Nebbi flippari í bókunum um fótboltafélagið Fal um árið.

Í millilandaflugi má hafa eftirfarandi hluti með sér um borð sem handfarangur, án endurgjalds:

 • Einn frakka eða yfirhöfn
  • Ágætt að Icelandair flýgur ekki til Síberíu
 • Eina regnhlíf eða staf
  • Það fer líka svo mikið fyrir þeim í millilandaþotum
 • Einn kíki
  • Ef þér dytti í hug að ferðast með tvo slíka
 • Hæfilegt magn af lesefni
  • Sömdu þingmenn Vinstri grænna reglur Icelandair?
 • Eina litla myndavél
  • Ekki er tiltekið hversu lítil myndavélin þarf að vera.

Ekkert er að finna á vef flugfélagsins um aukagjöldin sem greiða þarf fyrir stóra myndavél eða hversu sektin er há fyrir of mörg tímarit.

Reglurnar í heild sinni hér.