Bærinn heitir Rockland og er einn af mörgum litlum strandbæjum á norðausturströnd Bandaríkjanna. Hvorki fallegri né merkilegri en nágrannabæir en einu hefur Rockford þó af að státa. Þar fer fram vinsælasta krabbahátíð vestanhafs hvert ár.

Eðli málsins samkvæmt gera bæjarbúar afar mikið úr hátíð sinni. Mynd Beverly Yuan Thompson
Eðli málsins samkvæmt gera bæjarbúar afar mikið úr hátíð sinni. Mynd Beverly Yuan Thompson

Bærinn atarna er í rúmlega þriggja stunda akstursfjarlægð frá Boston en það segir þó lítið yfir hásumarið þegar tug- og hundruð þúsunda íbúa flykkjast á strendurnar til að sóla sig og sjá aðra. Þann tíma tekur lengri tíma en venjulega að aka á milli. Þó er einnig mögulegt að komast hingað með lest frá Boston en það kallar á skiptingu á leiðinni.

Fyrir þann sem lætur sig hafa það í lok júlí ár hvert lendir þráðbeint í vinsælustu krabbahátíð sem fram fer í Bandaríkjunum. Hátíð sem dregur allt að hundrað þúsund manns eina og sömu helgina til Rockland.

Sú er auðvitað nauða ómerkileg fyrir þann hóp fólks sem ekki borðar krabba en fyrir aðdáendur er hér æði margt að prófa. Hér er til staðar að sögn staðarhaldara stærsti suðupottur heims þar sem vel yfir eitt hundrað nýveiddir krabbar soðna í einu. Veitir nú reyndar ekki af því raðir inn í þau tjöld þar sem krabbaafurðir eru seldar eru eins og gefur að skilja afar langar. Og þær afurðir eru margar merkilegar því krabbi er matreiddur hér í ýmsum útgáfum sem maður á ekki að venjast annars staðar.

Gott ráð er að hafa með sér blautþurrkur eða eldhúsrúllur ætli fólk að grípa bita í Rockland. Kannski asnalegt að mæta með eldhúsrúllur í röðina en það er sóðalegt að borða krabba, þurrkur klárast á augabragði og klósettaðstaða er af skornum skammti. Þá munu þeir sem hlógu í röðinni koma bónleið eftir þurrku. Af því hefur Fararheill persónulega reynslu 😉

Nánar um hátíðina hér.