Okkur vitandi hefur aldrei verið boðið upp á barnlausar sólarlandaferðir af hálfu innlendra ferðaskrifstofa en slík tilboð eru hins vegar reglulega í boði hjá siðmenntuðum þjóðum. Ein slík. æði safarík, er í boði nú til Kanaríeyja.

Friður og ró undir glampandi Kanarísól finnst auðveldlega á Lanzarote. Mynd David Castanon
Friður og ró undir glampandi Kanarísól finnst auðveldlega á Lanzarote. Mynd David Castanon

Einhver kann að ranghvolfa augum yfir barnlausum ferðum en það er óþarfi og óskiljanlegt. Það eru jú ekki allir tilbúnir að deila sundlaug eða strandsvæði með sullandi, öskrandi eða vælandi börnum. Sumir vilja greiða aukalega fyrir að losna við slíkt ónæði og allnokkur flugfélög banna börn á tilteknum farrýmum sínum þess vegna.

Lanzarote er ein Kanaríeyja og sennilega ein sú ljúfasta þeirra hvað varðar að vera laus við fjöldatúrisma. Hana er hægt að sækja heim í maí með breskri ferðaskrifstofu í vikustund með öllu inniföldu í fínum hótelíbúðum við fínustu strönd. Verðið? 62 þúsund krónur á haus miðað við tvo saman.

Við bendum sérstaklega á þetta tilboð ekki síst vegna þess að flug héðan og heim aftur í maí er á töluvert lægra verði almennt en síðar. Tíu til tólf þúsund krónur aðra leiðina til Bretlands með easyJet eða Wow Air ætti að vera auðvelt að finna og þannig fer heildarverð frá Íslandi í viku ljúflegheit á Lanzarote upp í heilar 85 þúsund krónur á mann eða svo. Það er gjafverð fyrir Kanaríferð með öllu inniföldu og engan óþarfa hávaða.

Hér má finna tilboðið.