Sífellt fleiri láta sig dreyma um að dvelja í villu ásamt stórfjölskyldu eða vinahóp á Spáni í stað þess að fólk skipti sér niður í mörg hótelherbergi. Kostirnir margvíslegir umfram hótel.

Séu margir saman er þjóðráð að leigja flotta villu erlendis en að þvælast á hótelum

Nú getur vel verið að fólk leggi kostnað ekki fyrir sig enda má dvölin kosta duglega ef margir eru saman um húsið og deila kostnaði. En átta til tólf manns í einu og sama húsi er ávísun á einhvers konar vandræði og að minnsta kosti minni slökun en undir öðrum kringumstæðum.

Fyrir þá sem vilja njóta en jafnframt slaka og ekki eyða allri bankainnistæðunni við að leyfa sér slíkt er gott að hafa neðangreint í huga.

A) Villur víða á Spáni eru allra dýrastar í júlímánuði og þær allra dýrustu yfirleitt við strönd. Skoðaðu gaumgæfilega verðtöflu hverrar og einnar villu því oft, en ekki alltaf, er hægt að spara verulega á dvöl í júní. Sömuleiðis er villa upp í landi oft helmingi ódýrari en villa í flæðarmálinu.
B) Ekki velja vinsælustu staðina. Gróflega eru villur nálægt Murcía um 20 prósent ódýrari en sams konar villur í Torrevieja svo dæmi sé tekið. Allra best er að fara utan alfararleiða ferðamanna og halda sem leið liggur á strandstaði eins og Javea eða Mojácar. Það kostar smá bíltúr frá Alicante en sparnaður getur verið töluverður.
C) Ekki heimta allan lúxus. Það er auðvitað frábært að vera með 40 tommu flatskjái í öllum herbergjum, eigin sundlaug og bílastæði en þegar öllu er á botninn hvolft ertu varla á Spáni til að horfa á sjónvarp, sundlaugina notar fjölskyldan tímabundið og bílastæði er sjaldan erfitt að finna. Með því að draga úr slíkum væntingum er hægt að spara duglega og eyða peningunum í hluti sem þú geymir í minningunni.
D) Sé þess kostur að fljúga utan annatíma beint til staða annarra en Alicante er eðalráð að grípa slíkt. Villuleiga er öllu minna fyrirbæri sunnarlega á Costa del Sol svo dæmi sé tekið en í Valencíu á austurströndinni og verðlag fjarri því eins hátt.

Ekki gleyma að skoða bókunarvél okkar hér að neðan. Þar fjöldi villa og sumarhúsa til leigu á Spáni og víðar. Bara haka við rétta eign og voilà!