Hvernig hljómar að dýfa táslum ofan í kristaltæran sjóinn við eina af fallegustu eyjum Grikklands fyrir svo lítið sem 140 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman?

Margir telja Zante fegurstu grísku eynna og þó margar til kallaðar. Mynd Visit Greece
Margir telja Zante fegurstu grísku eynna og þó margar til kallaðar. Mynd Visit Greece

Eitt slíkt tilboð er í boði þessa stundina gegnum ferðamiðilinn Secret Escapes til grísku eyjunnar Zante, Zakinthos, en þar um vikuferð að ræða í maímánuði með hálfu fæði á góðu hóteli fyrir 93 þúsund krónur á mann frá London. Skoðun okkar leiðir í ljós að hægt er að skjótast héðan til London og heim aftur þann mánuðinn fyrir 35 til 40 þúsund á mann og þannig komast með í ferðina til Zante fyrir alls kringum 140 þúsund eða svo.

Óvitlaust líka að stoppa nætur í London og fylla brjóst af kúltúr ellegar fata fjölskylduna upp og það í ljúfum maí þegar sumarið er því sem næst komið þar í borg.

Umrædd ferð er einnig í boði í allt sumar en fyrir hærra verð. Bæta þarf við 20 til 25 þúsund krónum í júní og í júlí kostar pakkinn næstum helmingi meira. Það er alvöru sparnaður. Allt um það hér.