Það er ekkert leiðinlegt að standa á toppi Empire State byggingarinnar í New York og virða fyrir sér víðáttur borgarinnar atarna hvort sem er frá svölunum velþekktu á 86. hæð eða af 102. hæð. En nú ber skugga á.

Besta útsýnið í New York ekki lengur að finna af toppi Empire State. Mynd OWTC
Besta útsýnið í New York ekki lengur að finna af toppi Empire State. Mynd OWTC

Skugga í orðsins fyllstu ef svo má segja. Útsýnispallur á einni af efstu hæðum One World Trade Center í borginni. Það auðvitað turninn mikli sem komið hefur í stað Tvíburaturnanna sem féllu í hryðjuverkaárásinni 2001. Sá hefur lengi verið í smíðum og aðeins sumarið 2015 sem fyrstu gestirnir fengu að berja borgina auga úr þeim mikla turni.

Þar gefst áhugasömum tækifæri að ferðast upp á hundruðustu hæð og taka inn stórfenglegt útsýnið frá hæðum 100 til 102. Þangað upp ekki nema rúmlega 382 metrar að fara samanborið við 320 metra hæð svalanna frægu á Empire State. Öllu fljótar á leiðinni líka. Aðeins tekur 60 sekúndur að flytja fólk upp á útsýnispalla One World en ferð upp Empire State getur tekið hátt í klukkustund á annatímum.

Aðgangseyrir þó svipaður upp á báðum stöðum eða tæplega 4.600 krónur fyrir einstakling. En algjörlega þess virði.

Fararheill hefur áður bent fólki sem ekki vill eyða mjög miklum tíma í röðum við Empire State og nú líklega við One World Trade Center að öllu minna er alltaf að gera á þriðja útsýnisturni New York borgar. Það er Top of the Rock útsýnispallurinn í byggingu sem oftast er kennd við General Motors. Sá vissulega aðeins lægri en raðir líka mun styttri og verð lægra.×