Æi. Gleymdist fallega perlufestin sem fór svo vel með minkapelsinum og þú á leið í veislu í New York til heiðurs Ólafi Elíassyni.

Fleiri og fleiri hótel bjóða nú fleiri og fleiri muni til láns ef þörf er á.
Fleiri og fleiri hótel bjóða nú fleiri og fleiri muni til láns ef þörf er á.

Venjulega væru góð ráð dýr í slíku tilfelli en ekki ef þú er gestur á hótelum á borð við Hyatt, Kimpton eða Candlewood.

USA Today segir frá því að þessar hótelkeðjur auk margra annarra minni hótela séu farin að taka upp á því að stórauka það úrval hluta sem gestir geta fengið að láni tímabundið. Allt er það frítt að mestu leyti enda hótelin með kreditkortanúmer þitt ef allt fer í steik.

Þannig geta gestir sem ekki nenna út á næsta horn en eru með maníu fyrir vöfflum fengið lánað vöfflujárn upp á herbergi. Gleymda perlufestin? Ekki málið, nóg úrval til láns. Það er meira að segja hægt að fá lánaða hlaupaskó ef því er að skipta. Táfýla skiptir engu máli.

Þetta er þjóðráð hjá hótelunum sem um ræðir en þetta er að hluta til viðbrögð við síauknum kostnaði flugfarþega vegna farangurs sem veldur því að fleiri og fleiri hlutir sem áður þóttu hrein nauðsyn á ferðalögum eru nú skildir eftir heima.

Fararheill fagnar þessu mjög. Enda við öll manískar vöffluætur.