Lengi hefur það vafist fyrir fjölmörgum hvað í ósköpunum á að gefa þeim sem allt eiga og ekki er skortur á þeim hér á farsæla Fróni.

Níu kílómetrar niður á jafnsléttu þegar stokkið er úr vél yfir Everest fjalli. Skjáskot
Níu kílómetrar niður á jafnsléttu þegar stokkið er úr vél yfir Everest fjalli. Skjáskot

Nú kann lausnin að vera komin. Fallhlífarstökk yfir tindi hæsta fjalls heims, Everest.

Víst er það ekki alveg ókeypis en er það ekki líka málið. Fallhlífarstökk almennt eru spennandi og ógnvekjandi fyrir þá sem ekki hafa prófað. En fallhlífarstökk yfir Everest hlýtur að vera í allt öðrum og merkilegri flokki enda er stokkið út úr vél í 29 þúsund feta hæð eða rúmlega níu kílómetra hæð yfir jörðu.

Bónusinn er að áhugasamir verða að ganga spölkorn eftir bröttum dölum til að komast í ævintýrið og innifalin er ferð um Katmandu. Alls tekur pakkinn ellefu daga frá komu til brottfarar og þar af eru þrír dagar í stökk.

Prísinn kannski ekki á allra færi eða rétt tæpar þrjár og hálf milljón króna fyrir einstaklinginn miðað við gengið í september 2016. Þá á enn eftir að komast til Nepal frá Íslandi og það kostar einhverja hundrað þúsund kalla í viðbót.

Nánar um málið hér.