Skip to main content

Töluvert athyglisvert að rýna í árbók gistivefsins Airbnb fyrir árið 2017. Í ljós kemur að ein tegund gistingar sérstaklega nýtur hratt vaxandi vinsælda og það ekki íbúðir.

Neibb!

Sú tegund gistingar sem fólk á faraldsfæti hefur sótt mest í á yfirstandandi ári eru hvers kyns einfaldir kofar eða sumarhús úti í guðsgrænni náttúrunni. Ásókn í slíkar gistingar á síðasta ári jókst um rúmlega 700% og gerir fyrirtækið ráð fyrir að ásóknin vaxi áfram á yfirstandandi ári.

Þetta góðar fréttir fyrir þau okkar sem leigja út sumar- eða sæluhúsin okkar til erlendra ferðamanna og kominn tími til. Það eru jú ekki margir erlendir ferðamenn að koma til Íslands, svo dæmi sé tekið, til að stika göturnar í Reykjavík mikið. Það er náttúran fagra sem trekkir og hana best að upplifa í sumarhúsi fjarri ys og þys.

Sumarhús er kannski heldur mikil einföldun af okkar hálfu því úrvalið af gistingu í náttúrunni erlendis er töluvert breiðara en við erum vön.

Ein allra vinsælasta gisting í Svíþjóð er í sérstökum trjáhýsum sem útbúin eru með ýmsum þægindum. Í Finnlandi þykja móðins niðurgrafin lítil kúluhús sem gefa úrvals útsýn upp í himinhvolfið þegar Norðurljósin sveiflast þar um í salsa-takti. Suður í Afríku er enginn maður með mönnum nema gista í „nature lodge“ eins og heimamenn kalla það. Það nokkurs konar blanda af hóteli og einfaldri gistingu í viðarkofum. Og svo framvegis og svo framvegis.

Annað sem athygli vekur í tölum Airbnb, og tengist ofangreindu, er yfir 600 prósenta aukning í pöntunum í japönskum ryokans eða japönskum gestahúsum. Það líka einfaldir timburkofar að mestu leyti sem finnast bæði í borgum en ekki síður í náttúrunni. Ryokan má segja að séu japönsk hostel þar sem herbergi eru yfirleitt með rennihurðum og innveggir oft aðeins úr þunnum pappa þó á því séu undantekningar.

Airbnb gerir fastlega ráð fyrir að ásókn í „sumarhús“ aukist enn frekar þetta árið. Klár sóknarfæri fyrir sniðuga Íslendinga 😉