Fátt færir meiri yl í hjartað en koma elskunni á óvart með borgarferð og London gjarnan klassísk í þeim efnum. Ekki hvað síst fyrir þær sakir að þangað er komist fram og aftur allt niður í 22 þúsund krónum á mann með skömmum fyrirvara. En hvernig gerirðu góða borgarferð að stórkostlegri borgarferð?

Skottúr á skottúr ofan og á allra ódýrasta hátt.
Skottúr á skottúr ofan og á allra ódýrasta hátt.

Margir sem í skemmri borgarferðir fara nota til þess helgi plús einn eða tvo daga aukalega og fljúga þá út á miðvikudegi eða fimmtudegi og heim aftur á sunnudegi eða mánudegi.

Fullyrða má að komi skyndileg rómantísk borgarferð á óvart er hægt að gera gott bros að brosi út að eyrum með því að láta ekki staðar numið í London. Allmargar breskar ferðaskrifstofur bjóða reglulega mjög stuttar ferðir þaðan til vinsælla borga og ein slík ferð Blue Sea Holidays til Feneyja gæti aldeilis sett punkt yfir i-ið.

Ástæðan sú að ferðin atarna er aðeins tveggja daga skottúr en gist á ágætu hóteli miðsvæðis í fenjaborginni. Tveir dagar auðvitað ekki nóg til að skoða í þaula en sem krydd í ástarinnar tilveru aldeilis fínn tími. Það plús tveir til þrír dagar í London ættu að koma velflestum í hið besta skap og kynda ástarlíf hörðustu afturhaldsseggja. Ekki hvað síst þegar haft er í huga að tilboð Blue Sea sem gildir frá lok október og fram í desember kostar einungis sautján þúsund krónur á mann.

Með öðrum orðum gæti skottúrinn til Feneyja á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði og töluvert meiri yl en í London kostað minna en að borga fyrir gott hótel tvo daga í London. Það er tilboð að okkar skapi og kannski þínu líka.

Allt um málið hér.