Ólíkt flest öllum öðrum bæjum heims er lítil sem engin þörf á auglýsingum eða kynningum til að laða ferðafólk að smábænum Fucking í Austurríki. Nafnið eitt og sér nægir til að fjöldi ferðalanga kemur þar við þrátt fyrir að bærinn sé langt í frá í alfararleið.

Eitt af frægum skiltum bæjarins en þeim er reglulega stolið. Mynd dustedmtl
Eitt af frægum skiltum bæjarins en þeim er reglulega stolið. Mynd dustedmtl

Það er heldur engin tilviljun að lítið sem ekkert er minnst á bæinn og heldur óheppilegt nafn hans í ferðabæklingum um landið.

Það kemur þó ekki í veg fyrir að bærinn er með vinsælli áfangastöðum landsins og bæjaryfirvöld hér þurfa árlega að punga út stórum upphæðum til að endurnýja skilti bæjarins sem gjarnan er stolið af óprúttnum ferðamönnum. Nágrannabærinn Hucking sleppur hins vegar alveg við slík leiðindi.