Löngum hafa ferðamenn furðað sig á þeirri reglu á flestum hótelum heims að taka sérstakt gjald, og það oft himinhátt, fyrir netaðgang gesta sinna. Sem er nánast fráleitt þegar haft er í huga að frítt net er meira eða minna í boði á næsta götuhorni í stærri borgum og velflestum kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum og börum.

Frítt net er orðið æði fyrirferðamikil ósk ferðamanna en hótel lengi að taka við sér.
Frítt net er orðið æði fyrirferðamikil ósk ferðamanna en hótel lengi að taka við sér.

Verra er að þrátt fyrir mikla pressu virðist gjaldtaka vegna netaðgengis almennt ekki vera að breytast. Ennþá þarf víðast hvar að greiða sérstaklega fyrir netaðgengi á hótelum heimsins og upphæðirnar sem um ræðir fara ekki lækkandi heldur.

Blöskri fólki netgjald á hótelum getur verið góð hugmynd, sé dvalið í stærri borgum, að hinkra með að óska eftir netaðgengi eða greiða fyrir. Fyrst ráð að kanna eftir að inn á herbergi er komið hvort tölvan nemur opið og ókeypis net með leit. Það er nefninlega ótrúlega auðvelt að nema opið og ókeypis net á þann hátt í velflestum stærri borgum í hinum vestræna heimi. Þannig má spara nokkra þúsundkalla en auðvitað skal hafa í huga að opin net eru ekki hundrað prósent örugg heldur.

Gangi það ekki upp er annaðhvort hægt að greiða fyrir aðgang ellegar hendast stund og stund út á næsta nettengda kaffihús og senda þau skeyti sem þarf. Ekkert spennandi að hanga yfir fésbókinni á erlendu hóteli með takmarkaðan tíma.