Það virðist vera heilmikill bissness hjá fjölmörgum erlendis að leita leiða til að komast frítt á fyrsta og besta farrými í millilandaflugi. Gúggli fólk slíkt koma þúsundir síðna með alls kyns ráðum um hvaða flugfélög eru líkleg til að sýna lit í því efni og ekki síður hvernig fólk eigi að bera sig að til að eiga á því möguleika.

Spennandi ferðalag fyrir þann rauðhærða en koma má í veg fyrir þetta á fyrsta farrými.
Spennandi ferðalag fyrir þann rauðhærða en koma má í veg fyrir þetta á fyrsta farrými.

Slíkt hefur ekki tíðkast hjá eina íslenska flugfélaginu sem býður upp á mismunandi farrými. Hjá Icelandair er ekkert verið að gera neitt extra fyrir neinn án þess að greiðsla komi fyrir.

Af því hefur ritstjórn reynslu. Tvívegis hefur verið forvitnast eftir að inn í vél var komið hvort möguleiki væri að færa sig á fyrsta farrými eftir að ljóst var að þar væru næg laus sæti. Svar yfirflugfreyju var neibbs, neibbs og neibbs í þessari röð.

Það er reyndar skiljanlegt enda væri fordæmi þá komið og slíkt er fljótt að fréttast á litlu landi. Að sama skapi er ekkert að því að spyrja heldur.

Erlendis hins vegar er þetta ágætur möguleiki hjá stærri flugfélögum og vefmiðillinn Videojug fer merkilegar leiðir til að sýna fólki bestu leiðirnar. Þar er sett á svið heilt leikrit með Ken og Barbie og fjölda annarra karaktera eins og sjá má á myndbandinu.