Tafir, tafir og meiri tafir. Það er hin „bjarta“ framtíð í fluginu ef marka má spár evrópsku flugöryggisstofnunarinnar, Eurocontrol, sem gerir ráð fyrir margföldun flugfarþega til ársins 2030 með tilheyrandi seinkunum yfir línuna.

Mikil fjölgun ferðafólks næstu árin og það þýðir að tafir verða normið en ekki undantekning.
Mikil fjölgun ferðafólks næstu árin og það þýðir að tafir verða normið en ekki undantekning.

Hvers vegna endilega samasemmerki milli aukinnar flugumferðar og meiri tafa? Ástæðan er sú hvað Evrópu varðar að framtíðaráætlanir margra ríkja gera ekki ráð fyrir miklum fjárveitingum til flugvalla né heldur byggingum fleiri flugvalla. Velflest ríki álfunnar peningalítil og flugvellir bæði dýrir og ekki endilega hagkvæmir kostir. Eins og glænýr flugvöllur Berlínar er eðaldæmi um en sá hefur enn ekki verið opnaður þó þrjú ár séu síðan það stóð til.

Stofnunin bendir þó á að rekstraraðilar flugvalla þurfi bráðnauðsynlega að fara að huga að stækkun þeirra valla sem fyrir eru ellegar byggja nýja því stofnunin gerir ráð fyrir að flugfarþegum næstu 20 árin fjölgi um 80 prósent og það aðeins í Evrópu. Tölur fyrir aðra heimshluta eru enn hærri. Þetta þýðir að flugumferð á eftir að aukast um allt að fjögur prósent á ári fram til 2030 yfir línuna.

Það því óhætt að leiða líkum að því að enn feitari tafir verði regla fremur en undantekning næstu árin. Enn ein ástæðan til að ferðast NÚNA 🙂

Skýrsla Eurocontrol hér.