Normið er að áhugasamir um flug til Kína og heim aftur hin síðari messeri þurfa gjarnan að fjarlægja 80 til 100 þúsund krónur úr veskinu. Nú er í boði að skottast til Peking og heim aftur niður í 65 þúsund kall seinnihluta ársins.

Ekki svo að skilja að í boði sé beint flug frá Íslandi til Kína. Ennþá að minnsta kosti. Hér er um að ræða flugtilboð Air China frá Köben og til baka sem fæst á ýmsum dagsetningum seinnihluta ársins niður í heilar 46 þúsund krónur. Bætum við það 20 þúsund kalli sem kemur okkur frá Íslandi til Köben og heim aftur og voilà! Við komin með túr til Peking (Bejing) og heim aftur fyrir 65 þúsara.

Það er firnagóður díll ef þú spyrð okkur 😉 Nánar á Momondo.se og leita þarf frá nóvember og fram í janúar.