Skip to main content

Ýmislegt hefur breyst til batnaðar í flugsamgöngum á Fróni allra síðustu misserin. Tilkoma sterkra erlendra lággjaldaflugfélaga hafa gjörbreytt möguleikum landans að skoða fjarlæg lönd og þjóðir án þess að spara sérstaklega fyrir slíku árum saman.

Níu og níu til Mílanó er bara frábært tilboð hjá Wow Air. Skjáskot

Níu og níu til Mílanó er bara frábært tilboð hjá Wow Air. Skjáskot

Ekki er langt síðan það þótti óhugsandi að komast aðra leiðina til London undir 30 þúsund krónum eða svo. Nú er hins vegar staðan sú að fólk er hætt að lyfta brúnum yfir tíu þúsund króna fargjöldum þangað.

En þó 9.999 krónu fargjald aðra leið til London sé kannski að verða normið gildir það ekki um flug alla leið til Mílanó á Ítalíu.

Þangað er einmitt komist með Wow Air allan júnímánuð fyrir þá upphæð. Alveg frábært verð á flugi það og breytir þar engu að enginn er innritaður farangur með í pakkanum. Hendum tösku með og samt kostar farið aðeins um fimmtán þúsund krónur eða svo. Sem er samt fínasta verð.

Reyndar kárnar gaman aðeins ef bóka þarf flug til baka með Wow Air. Þá kostar flugið varla undir 26 þúsund krónum miðað við stöðuna á bókunarvél þeirra þegar þetta er skrifað. En það má lifa með því þegar flugið út kostar klink ef þú spyrð okkur.

Í þokkabót er hægt að finna gott hótel fyrir klink á heimsins besta hótelvef hér að neðan.