Eftir að hafa stundað og stúderað ferðalög og ferðamennsku um áraraðir þarf skrambi mikið að fara úrskeiðis til að við hjá Fararheill lyftum brúnum mikið. Við hins vegar lyftum þeim öllum þegar við lásum um þau merkilegu vinnubrögð hjá Icelandair að troða litlum chihuahua hundi svo langt inn í farangurslest flugvélar and hann fannst ekki fyrr en eftir margra klukkustunda leit eftir lendingu!

Ef marka má þessa kvörtun á fésbókarvef Icelandair er það nákvæmlega það sem átti sér stað fyrir skömmu og eigandinn segir flugfélagið bíta höfuðið af skömminni með því að bjóða ekki eitt né neitt í bætur né heldur biðjast afsökunar.

Held að einhverjir hugsi sig um tvisvar fyrsta Icelandair ber ekki velferð dýra meira fyrir brjósti en þetta.
Einhverjir hugsa sig eflaust tvisvar um að senda dýrin sín með Icelandair því miðað við þessa þjónustu leggja starfsmenn sig ekki sérstaklega eftir mikilli velferð dýra

Fararheill er líka hugsi yfir viðbrögðum þeirrar deildar Icelandair sem svarar slíkum fésbókarpóstum og það í þessu tilfelli með yfirborðskenndu froðusnakki. Endirinn er einstaklega mannlegur: Thank you for your patience – and thank you for choosing Icelandair.

Okkur hjá Fararheill er til efs að svona endasprettur hafi komið brosi á munn Bill Rymer sem næstum missti hundinn sinn vegna aðgæsluleysis. En takk samt fyrir að fljúga með okkur 🙂

Fyrir utan náttúrlega að svara þessum ósátta viðskiptavini ekki fyrr en tveimur sólarhringum eftir póstinn…. Lélegt í alla staði.