Enginn skortur er á forvitnilegum hlutum að sjá og upplifa í München í Þýskalandi en þangað er beint flug héðan allt árið um kring. Nema kannski varðandi smáfólkið en borgin kannski ekki alveg sú barnvænlegasta. En ein lítil dagsferð gæti skipt sköpum í því tilliti.

Móttökunefndin í Oberasbach. Mynd Playmobil Park
Móttökunefndin í Oberasbach. Mynd Playmobil Park

Vænlegast er að leigja eina bíltík dagsstund og leggja leið sína til smábæjarins Oberasbach til norðurs af München en túrinn þangað tekur rúma klukkustund. Oberasbach er ekki langt frá hinni frægu borg Nürnberg þar sem faðir eða móðir, hafi þau áhuga á sögu og minjum, geta eytt góðum tíma án þess að leiðast eitt augnablik.

En smáfólkið hefur alla jafna takmarkaðan áhuga á frægum byggingum eða gamalli sögu. Því meiri áhuga á Playmobil. Og það er í Oberasbach sem finnst einn af tveimur Playmobil skemmtigörðum heims. Þar gefur að líta fígúrur frá þessum vinsæla leikfangaframleiðanda í líkamsstærð í öllum mögulegum búningum. Ekki síðra ævintýri en að heimsækja Lególand sem margir þekkja af góðu einu.

Frábær leið til að koma brosi á smáfólkið og aðgangseyrir hér inn mun lægri en í sambærilegum skemmtigörðum annars staðar. Hér kostar aðeins um 1.400 krónur inn fyrir fullorðinn á háannatíma. Heimasíðan hér.