Stöku Íslendingar hafa gegnum tíðina leyft sér þann munað að leigja sér hyttur, norsk sumarhús, í fjalllendi Noregs og dvalið þar í viku eða svo enda margar hytturnar nálægt góðum skíðasvæðum.

Margt verra en dvelja viku í norskri hyttu en það er töluvert dýrara en áður var raunin. Mynd Statsskog SF
Margt verra en dvelja viku í norskri hyttu en það er töluvert dýrara en áður var raunin. Mynd Statsskog SF

En nú þegar Íslendingar eru að finna bragðið af dýrtíðinni í Noregi er hætt við að mörgum bregði við þá prísa sem norskir hyttueigendur fara nú fram á fyrir vikuleigu að vetrarlagi.

Lausleg úttekt Fararheill.is leiðir í ljós að vikutími í allra ódýrustu hyttunum, sem henta vart fleirum en tveimur og falla ekki undir að vera mjög kósí, finnast vart undir 40 þúsund íslenskum krónum hvort sem er að sumarlagi eða þegar snjór er nægur á helstu skíðasvæðum.

Vilji fólk stóran bústað með einhverjum þægindum að ráði á sæmilegum stað er verðið hins vegar farið að slefa hátt í hundrað þúsund krónur fyrir eina staka viku. Á þá eftir að koma sér á staðinn og ekki síður kaupa passa í skíðabrekkunar fyrir utan annan kostnað.

Enginn skortur er þó af indælum hyttum sem í boði eru. Vel yfir sex þúsund leiguhyttur eru í boði á stærri leigumiðlunum. Sjá hér og hér. Svo er líka ágætt að skoða hótelvél Fararheill hér að neðan. Þar eru norskar hyttur til leigu á tilteknum svæðum í Noregi.